Flest bendir til þess að tekist hafi að útrýma mink í Tjörneshreppi. Árið 2006 var gerður samningur við Jón og Jóhann Gunnarssyni um veiðar og strax þá var það gert að markmiði að útrýma mink á Tjörnesi.

Flest bendir til þess að tekist hafi að útrýma mink í Tjörneshreppi. Árið 2006 var gerður samningur við Jón og Jóhann Gunnarssyni um veiðar og strax þá var það gert að markmiði að útrýma mink á Tjörnesi. Um vorið 2006 veiddust 35 dýr á grenjum og 20 dýr veiddust í gildrur frá ágústmánuði og fram til áramóta sama ár. Vorið 2007 fundust hins vegar engin greni og í október það ár veiddist eitt dýr í gildru. Er það eina dýrið sem veiðst hefur til dagsins í dag.

Tjörneshreppur er utan við það svæði sem ríkið hefur nýlega varið 160 milljónum til vegna átaks til baráttu við minkinn. Hreppsnefnd tók hins vegar ákvörðun um að fara af fullu afli í baráttu gegn því skaðræðisdýri sem minkurinn er að sögn Jóns Heiðars Steinþórssonar oddvita. „Þar sem ríkið borgar ekki fyrir þessar veiðar verða sveitarfélögin að taka á málum sjálf,“ segir Jón Heiðar. fr