Microsoft hefur að undanförnu staðið fyrir óformlegri könnun í gegnum Xbox 360-leikjatölvurnar til að kanna áhuga ungra Bandaríkjamanna á komandi forsetakosningum.
Microsoft hefur að undanförnu staðið fyrir óformlegri könnun í gegnum Xbox 360-leikjatölvurnar til að kanna áhuga ungra Bandaríkjamanna á komandi forsetakosningum. Könnun Microsoft, sem ber yfirskriftina Rock the Vote, hefur leitt í ljós að Barack Obama er heldur vinsælli meðal Xbox-manna en John McCain, en 43% þátttakenda völdu Obama fram yfir McCain. Microsoft greindi einnig frá því að hátt í 100.000 Xbox-eigendur hefðu tekið þátt í könnuninni og af þeim hafi 55.000 óskað eftir því að fá send eyðublöð til að geta skráð sig fyrir kosningarétti. vij