Það er hægt að lækka matarreikning heimilisins með ýmsum öðrum leiðum en að taka slátur og kaupa kjötskrokka í tunnum. Með smáútsjónarsemi má spara fáeinar krónur hér og þar sem getur munað um við mánaðarmót. Ekki kaupa meira en þarf.

Það er hægt að lækka matarreikning heimilisins með ýmsum öðrum leiðum en að taka slátur og kaupa kjötskrokka í tunnum. Með smáútsjónarsemi má spara fáeinar krónur hér og þar sem getur munað um við mánaðarmót.

Ekki kaupa meira en þarf. Miklu af matvælum er hent óétnum á hverju heimili, meðal annars vegna þess að fólk keypti of mikið.

Það kostar sitt að neyta mikils af tilbúnum réttum og unnum matvælum. Það borgar sig meira að segja að baka brauðið sitt sjálfur og geyma í frysti.

Notaðu margnota poka undir matvælin í stað þess að eyða háum peningunum í plastpoka. Sumar verslanir bjóða slíka poka til sölu og þeir borga sig fljótt upp.

Það getur borgað sig að kaupa þurrvörur í stórum pakkningum og nýta þér tilboð og afslætti. Gangið þó úr skugga um að tilboðið skili sér á kassann.

Sumar verslanir eru dýrari en aðrar. Mikill munur getur til dæmis verið á verði vöru í klukkuverslun og lágverðsverslun.

einarj@24stundir.is