24. september 1922 Fyrsta einkasýning Gunnlaugs Blöndal listmálara var opnuð í KFUM-húsinu í Reykjavík. „Hann er talinn vera efnilegastur andlitsmálari af hinum yngri mönnum hér,“ sagði í Morgunblaðinu.

24. september 1922

Fyrsta einkasýning Gunnlaugs Blöndal listmálara var opnuð í KFUM-húsinu í Reykjavík. „Hann er talinn vera efnilegastur andlitsmálari af hinum yngri mönnum hér,“ sagði í Morgunblaðinu. „Hjá honum fer saman þroskuð listmennt og næmt auga.“

24. september 1966

Menntaskólinn við Hamrahlíð var settur í fyrsta sinn. Guðmundur Arnlaugsson var rektor, fastráðnir kennarar voru sex og nemendurnir 160, allir í 3. bekk.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson