Stór alþjóðleg matvælafyrirtæki og skyndibitastaðakeðjur á borð við McDonald's, Nestlé, Coca Cola og KFC beina spjótum sínum í auknum mæli að börnum og ungmennum í Suðaustur-Asíu samkvæmt nýlegri skýrslu Alþjóðasambands neytendasamtaka sem birt er á...

Stór alþjóðleg matvælafyrirtæki og skyndibitastaðakeðjur á borð við McDonald's, Nestlé, Coca Cola og KFC beina spjótum sínum í auknum mæli að börnum og ungmennum í Suðaustur-Asíu samkvæmt nýlegri skýrslu Alþjóðasambands neytendasamtaka sem birt er á vefsíðunni consumersinternational.org. Í því skyni að höfða til barna og ungmenna tengja fyrirtækin til dæmis vörur sínar við vinsælar teiknimyndapersónur og tómstundir barna.

Consumers International lýsa yfir áhyggjum af þróuninni þar sem markaðssetning á óhollum mat ýti undir offituvanda í þessum heimshluta. Reiknað er með að hlutfall þeirra barna í Suðaustur-Asíu sem eru of þung komi til með að hækka um 27,5% milli áranna 2005 og 2010. Aukningin er meiri en nokkurs staðar annars staðar í heiminum.

Consumers International telja jafnframt að nauðsynlegt sé að setja alþjóðlegar reglur sem takmarki markaðssetningu sem beinist að börnum. ej