[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
B ankastjóri Landsbankans komst að stórmerkri niðurstöðu sem hann greindi frá í fréttum í gær. Hann fjallaði um stóraukna greiðslubyrði íbúðalána hjá hópi skuldara. „Hver er sinnar gæfu smiður,“ sagði Halldór Guðbjarnason.

B ankastjóri Landsbankans komst að stórmerkri niðurstöðu sem hann greindi frá í fréttum í gær. Hann fjallaði um stóraukna greiðslubyrði íbúðalána hjá hópi skuldara. „Hver er sinnar gæfu smiður,“ sagði Halldór Guðbjarnason. En landsbankastjórinn sem slengir framan í skuldaþrælana að ábyrgðin sé þeirra gleymir ýmsu. Langt er síðan bankarnir fundu sjálfir upp orðtakið: Bankinn er þinnar gæfu smiður. Nú vilja þeir ekkert við það kannast og segja að hver sé sinnar gæfu smiður. Það gildir þó ekki um bankana sjálfa. Þeir urðu skuldaranna ógæfu smiðir, og svo kemur í hlut almennings að taka á sig byrðarnar og verða gæfusmiðir bankanna.

L eiðara gærdagsins ritaði Þorsteinn Pálsson um Davíð Oddsson, seðlabankastjóra. Leiðarinn vakti þjóðarathygli. Gífurlegur fjöldi viðbótarleiðara og meininga fylgdi í kjölfarið og linnir því varla á næstunni. Egill Helgason lagðist í orðskýringar fyrir þá sem ekki skilja hárbeittan og fínlegan texta. Einn bloggari taldi einfaldast að lýsa þessu með því að einn fyrrverandi forsætisráðherra væri að rassskella annan fyrrverandi forsætisráðherra. Svo velta menn fyrir sér hvaða afleiðingar slíkar flengingar hafi í íslenskri pólitík.

O rðið á götunni telur að „vaxandi óþols og þverrandi virðingar gæti nú í garð Davíðs Oddssonar meðal ýmissa framámanna í Flokknum“. Blammeringar Þorsteins á Davíð eru taldar eiga við heila deild innan flokksins sem brátt heyri sögunni til. Þar með teljist Árni Mathiesen og Björn Bjarnason , sem situr nú á púðurtunnu löggæslumála. „Er ekki stuð í Valhöll,“ spyr bæjarstjórinn Grímur Atlason. Af lögeglumálum heyrast furðufréttir daglega. Þar er mikill eldsmatur og nú bíða menn þess hvort sérsveitin fái þjálfun hjá Haraldi Johannessen til að skjóta á ómerkilegar undirtyllur í lögregluumdæmunum.

beva@24stundir.is