Skuggalegt Úr uppfærslu á Skuggaleik fyrir tveimur árum.
Skuggalegt Úr uppfærslu á Skuggaleik fyrir tveimur árum. — Morgunblaðið/Brynjar Gauti
KARÓLÍNA Eiríksdóttir og Snorri Sigfús Birgisson eru tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Karólína er tilnefnd fyrir óperuna Skuggaleik , sem Sjón samdi texta við, og Snorri fyrir Stúlkuna í turninum , verk fyrir kammersveit og...

KARÓLÍNA Eiríksdóttir og Snorri Sigfús Birgisson eru tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Karólína er tilnefnd fyrir óperuna Skuggaleik , sem Sjón samdi texta við, og Snorri fyrir Stúlkuna í turninum , verk fyrir kammersveit og sögumann. Tilkynnt verður um vinningshafa í byrjun október og verða verðlaunin afhent meðan á fundi Norræna ráðsins stendur.

Í ár eru tilnefningar veittar fyrir tónverk og óperur en á næsta ári verða þær veittar tónlistarmönnum eða hljómsveitum fyrir flutning.

Karólína og Snorri eru ekki í amalegum hópi því meðal tilnefndra eru Björn og Benny, sem voru eitt sinn B-in tvö í ABBA, og Kim Larsen.

Frekari upplýsingar á www.norden.org