Úrvalsvísitala Kauphallar OMX á Íslandi lækkaði um 0,46% í viðskiptum gærdagsins og var lokagildi vísitölunnar 4.167,02 stig. Gengi bréfa Föroya banka hækkaði um 0,59% og Straums um 0,34%. Gengi bréfa Kaupþings og Alfesca stóð í stað.

Úrvalsvísitala Kauphallar OMX á Íslandi lækkaði um 0,46% í viðskiptum gærdagsins og var lokagildi vísitölunnar 4.167,02 stig.

Gengi bréfa Föroya banka hækkaði um 0,59% og Straums um 0,34%. Gengi bréfa Kaupþings og Alfesca stóð í stað.

Bréf Eikar banka lækkaði um 13,85% í gær og þá lækkaði gengi SPRON um 5,88% og Eimskipafélagsins um 2,48%.

Heildarvelta í Kauphöllinni nam 38 milljörðum króna og var velta með hlutabréf þar af 5,9 milljarðar króna. Mest var veltan með bréf Glitnis, eða 2,7 milljarðar og Kaupþings fyrir um 1,7 milljarða.

Gengi íslensku krónunnar veiktist um 3,06% í gær og var lokagildi gengisvísitölunnar 181,4 stig.