Flugskóli Íslands og Menntaskólinn í Kópavogi hafa tekið við þjálfun nýrra flugfreyja fyrir Icelandair og endurmenntun. Á sama tíma eru fyrstu nemendur Keilis í flugfreyju- og flugþjónanámi að hefja sitt nám.

Flugskóli Íslands og Menntaskólinn í Kópavogi hafa tekið við þjálfun nýrra flugfreyja fyrir Icelandair og endurmenntun. Á sama tíma eru fyrstu nemendur Keilis í flugfreyju- og flugþjónanámi að hefja sitt nám.

Þrátt fyrir samdrátt í flugrekstri og uppsagnir starfsfólks er vaxandi framboð af flugtengdu námi hér á landi og töluverð samkeppni á milli skólanna um verkefni og nemendur. Auk flugfreyjunámsins býður Keilir flugnám á Keflavíkurflugvelli og er með fleira í undirbúningi. Flugfélag Íslands og Keilir undirbúa hvort um sig kennslu í flugumferðarstjórn. 12