Gunnlaugur B. Ólafsson | 22. sept. Lausn til lengri og skemmri tíma? Staksteinar snupra í gær Davíð Oddsson og Geir H. Haarde fyrir óþol þeirra gagnvart Evrópuumræðunni.

Gunnlaugur B. Ólafsson | 22. sept.

Lausn til lengri og skemmri tíma?

Staksteinar snupra í gær Davíð Oddsson og Geir H. Haarde fyrir óþol þeirra gagnvart Evrópuumræðunni. Þeir hafa ekki viljað ræða upptöku evru sem hluta af aðgerðum til að komast út úr þeim vanda sem við stöndum nú frammi fyrir. Það muni taka að lágmarki fimm ár að ganga í ESB og því sé umræðan um evru tímabær „einhvern tímann í framtíðinni“.

Það er nýmæli að ekki bara einn heldur tveir af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins fái ágjöf í þessum dálki, sem ritstjórn hefur yfirleitt tekið frá til að tala neikvætt til flokks og fólks í Samfylkingunni. Þetta sýnir okkur að það er mikill þrýstingur úr atvinnulífi og víðar að Evrópumálin fái fulla athygli í flokksstarfinu. Þau eru á dagskrá núna og líka „einhvern tímann í framtíðinni“.

gbo.blog.is