— Reuters
EÞÍÓPÍSK stúlka með bróður sinn á bakinu við matvæladreifingarstöð í bænum Buge í Wolayaita-héraði. Miklir þurrkar hafa verið í landinu og óttast menn hungursneyð.
EÞÍÓPÍSK stúlka með bróður sinn á bakinu við matvæladreifingarstöð í bænum Buge í Wolayaita-héraði. Miklir þurrkar hafa verið í landinu og óttast menn hungursneyð. Ekkert hefur rignt í þrjú ár í héraði í suðaustanverðu landinu og þar eru einnig vopnuð átök milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, WFP, sagði á mánudag að fjöldi þeirra sem þyrftu neyðaraðstoð vegna þurrkanna væri nú um 9,6 milljónir. WFP hefur nú farið fram á aukafjárveitingu er nemur 465 milljónum Bandaríkjadollara, um 43 milljörðum króna.