Óreiða út um allt Oft getur verið tímafrekt að halda hreinu á heimilinu.
Óreiða út um allt Oft getur verið tímafrekt að halda hreinu á heimilinu.
Sama hversu nauðsynlegt það er að hafa hreint og fínt heima hjá sér er staðreyndin sú að fæstir hafa nægan tíma. Hér eru átta leiðir til að koma í veg fyrir óreiðu á innan við fimm mínútum. 1. Búðu um rúmið daglega. 2.

Sama hversu nauðsynlegt það er að hafa hreint og fínt heima hjá sér er staðreyndin sú að fæstir hafa nægan tíma. Hér eru átta leiðir til að koma í veg fyrir óreiðu á innan við fimm mínútum.

1. Búðu um rúmið daglega.

2. Settu dagblöðin í endurvinnslupoka á hverju kvöldi, þótt þú hafir ekki lesið þau.

3. Fylgdu einnar mínútu reglunni, gerðu eitthvað sem tekur innan við mínútu; setja óhrein föt í óhreinatauskörfu, loka skápum og svo framvegis.

4. Finndu einhvern sem getur notað hluti sem þú notar ekki lengur, þá er auðveldara að losa sig við þá.

5. Losaðu þig við það sem brotnar, ekki geyma það þar til þú hefur tíma til að laga það.

6. Ekki geyma neina pappíra nema þú þurfir virkilega á þeim að halda.

7. Hengdu upp yfirhöfnina þína og raðaðu skónum.

8 . Taktu aðeins til á kvöldin áður en þú ferð í rúmið. Ekkert tímafrekt, raðaðu bara tímaritum, gakktu frá rusli og fleira í þeim dúr.