Meðlimir hljómsveitarinnar Stereophonics fengu að finna fyrir ströngu landamæraeftirliti í Kanada á dögunum en rúta sveitarinnar var stöðvuð eftir að lögreglumenn höfðu elt rútuna í dágóða stund.

Meðlimir hljómsveitarinnar Stereophonics fengu að finna fyrir ströngu landamæraeftirliti í Kanada á dögunum en rúta sveitarinnar var stöðvuð eftir að lögreglumenn höfðu elt rútuna í dágóða stund. „Við vorum eltir af lögreglunni í um tvær mílur, fyrir að hafa lagt ólöglega,“ sagði Kelly Jones, söngvari sveitarinnar.

Að mati kanadísku lögreglunnar sinnti ökumaður rútunnar ekki tilmælum um að stöðva bifreiðina og því kviknaði grunur um að hljómsveitarmeðlimir væru að smygla fíkniefnum. Eftir að lögregluþjónarnir höfðu leitað hátt og lágt í rútunni fékk hljómsveitin að halda ferð sinni áfram, með viðvörun í farteskinu. vij