Skóli Göngum saman í skólann.
Skóli Göngum saman í skólann.
95% nemenda í 6. bekk í Húsaskóla, Ártúnsskóla og Vesturbæjarskóla lögðu stund á sjálfbærar samgöngur 17. september sl. í evrópskri samgönguviku. 32 af 34 nemendum í 6. bekk Húsaskóla komu gangandi í skólann, einn var keyrður og einn veikur.

95% nemenda í 6. bekk í Húsaskóla, Ártúnsskóla og Vesturbæjarskóla lögðu stund á sjálfbærar samgöngur 17. september sl. í evrópskri samgönguviku. 32 af 34 nemendum í 6. bekk Húsaskóla komu gangandi í skólann, einn var keyrður og einn veikur. Nemendur í Ártúnsskóla voru jafn vistvænir því þennan dag gengu eða hjóluðu 18 af 20 nemendum, einn var keyrður og einn var veikur. 35 nemendur í 6. bekk í Vesturbæjarskóla gengu, hjóluðu, fóru í strætó eða fengu far með öðum þennan dag. Aðeins einn var keyrður.

Þessi könnun á ferðavenjum reykvískra ungmenna var gerð í tólf skólum í tilefni af samgönguviku. Athugunin fólst í því að telja hversu margir nemendur í 6. bekk grunnskólanna í Reykjavík eru keyrðir í skólann, hversu margir koma í strætó, hverjir hjóla, hverjir ganga og hverjir fá far með öðrum. Hlutfall sjálfbærra samgangna í 6. bekk í Reykjavík var að meðaltali 85% þennan septemberdag.