Launavísitala í ágúst 2008 hækkaði um 0,5% frá júlí. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 9,1%.

Launavísitala í ágúst 2008 hækkaði um 0,5% frá júlí. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 9,1%.

Í hækkun launavísitölunnar gætir áhrifa samkomulags Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga vegna nýlegrar kjaradeilu samkvæmt frétt frá Hagstofu Íslands. Samkvæmt samkomulaginu hækkuðu dagvinnulaun reyndra hjúkrunarfræðinga um rúm 14% en laun nýútskrifaðra um rúm 15%.

Þá gætir einnig í hækkun vísitölunnar áhrifa samnings Félags grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaganna, um framlengingu og breytingar á kjarasamningi aðila, sem undirritaður var þann 28. apríl síðastliðinn. Samkvæmt samningnum hækkuðu laun um 25 þúsund krónur þann 1. júlí síðastliðinn og um 9 þúsund krónur 1. ágúst. bg