[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fyrirliðar og þjálfarar liða í 1. deild karla í knattspyrnu völdu Atla Heimisson , ÍBV, besta leikmann deildarinnar og þjálfara hans, Heimi Hallgrímsson, besta þjálfarann en það var vefsíðan fótbolti.net sem stóð fyrir valinu.

Fyrirliðar og þjálfarar liða í 1. deild karla í knattspyrnu völdu Atla Heimisson , ÍBV, besta leikmann deildarinnar og þjálfara hans, Heimi Hallgrímsson, besta þjálfarann en það var vefsíðan fótbolti.net sem stóð fyrir valinu. Þá var Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson kjörinn efnilegastur.

Lið sumarsins í 1. deildinni skipa eftirtaldir leikmenn: Albert Sævarsson , Andrew Mwesigwa , Matt Garner , Andri Ólafsson , Augustine Nsumba og Atli Heimisson , allir úr ÍBV , Dusan Ivkovic , Henning Eyþór Jónason og Sævar Þór Gíslason úr Selfossi , Dean Martin úr KA og Daníel Laxdal úr Stjörnunni .

Árni Freyr Guðnason úr ÍR var kjörinn besti leikmaður 2. deildar karla í knattspyrnu af þjálfurum og fyrirliðum liðanna í deildinni, og þjálfari hans, Guðlaugur Baldursson , kjörinn besti þjálfarinn. Þá var Elfar Árni Aðalsteinsson úr Völsungi valinn efnilegastur en vefsíðan fótbolti.net stóð fyrir valinu.

Lið sumarsins í 2. deildinni skipa eftirtaldir leikmenn: Baldvin Jón Hallgrímsson , Guðfinnur Þórir Ómarsson , Árni Freyr Guðnason og Elías Ingi Árnason , allir úr ÍR , John Andrews , Rannver Sigurjónsson , Tómas Joð Þorsteinsson , Paul Clapson , allir úr Aftureldingu , Atli Már Rúnarsson úr Magna , Bjarki Már Árnason úr Tindastóli og Knútur Rúnar Jónsson úr Víði Garði .

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 3 af mörkum Rhein-Neckar Löwen þegar liðið burstaði Balingen , 33:24, í 2. umferð þýsku bikarkeppninnar í handknattleik í gær.

Logi Geirsson skoraði 5 mörk fyrir Lemgo og Vignir Svavarsson 1 þegar liðið tapaði óvænt fyrir 2. deildarliðinu Tus-N-Lübbecke , 40:39, í framlengdum leik en staðan eftir venjulegan leiktíma var, 33:33. Þórir Ólafsson átti góðan leik fyrir N-Lübbecke og skoraði 6 mörk en markahæstur í liðinu var Michal Jurecki sem skoraði 15 mörk.

Mexíkóinn Carlos Alberto Vela skoraði þrennu fyrir ungt lið Arsenal sem burstaði Sheffield United, 6:0, í ensku deildabikarkeppninni í knattspyrnu í gær. Daninn Nickals Bendtner skoraði tvö mörk og sjötta markið skoraði hinn 16 ára gamli Jack Wilshere .

Cristiano Ronaldo var í byrjunarliði Manchester United í fyrsta sinn í gær þegar United lagði Middlesbrough , 3:1. Ronaldo kom sínum mönnum yfir með skallamarki eftir horn og þeir Ryan Giggs og Nani tryggðu Manchester-liðinu sigurinn eftir að Adam Johnson hafði jafnað metin.

Liverpool marði 2. deildarliðið Crewe , 2:1, á Anfield . Daniel Agger og Lucas Leiva gerðu mörk Liverpool en Michael O'Connor gerði mark Crewe og jafnaði óvænt metin.