HÆSTIRÉTTUR hefur stytt gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri sem kom hingað til lands með falsað vegabréf. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fór fyrst fram á það við Héraðsdóm Reykjaness að maðurinn sætti varðhaldi til 29. október nk.

HÆSTIRÉTTUR hefur stytt gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri sem kom hingað til lands með falsað vegabréf. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fór fyrst fram á það við Héraðsdóm Reykjaness að maðurinn sætti varðhaldi til 29. október nk. en dómurinn féllst ekki á það heldur úrskurðaði manninn í varðhald til 22. október. Hæstiréttur stytti varðhaldið svo enn frekar í gær, eða til 8. október.

Maðurinn sagði við yfirheyrslur lögreglu, að hann hefði framvísað fölsuðu vegabréfi til að bjarga lífi sínu og ætlaði að sækja hér um hæli.

Rannsókn málsins er ekki lokið en lögregla lagði m.a. hald á tölvu og farsíma mannsins. Telur lögreglustjóri nauðsynlegt að maðurinn sæti varðhaldi á meðan rannsókn fer fram. andri@mbl.is