TÓNLISTARMAÐURINN Danni Pollock fagnar fimmtugsafmæli sínu í dag. Hann hefur enn ekki ákveðið hvað hann gerir í tilefni dagsins en segir þó ljóst að engin stór veisla standi fyrir dyrum.

TÓNLISTARMAÐURINN Danni Pollock fagnar fimmtugsafmæli sínu í dag. Hann hefur enn ekki ákveðið hvað hann gerir í tilefni dagsins en segir þó ljóst að engin stór veisla standi fyrir dyrum. „Þetta verður mjög lágstemmt,“ segir hann hlæjandi og bætir við: „Allir dagar eru afmælisdagar.“ Hann býst þó við að hitta vini og fjölskyldu sína um helgina og fagna fimmtugsafmælinu.

Danni segir að eftirminnilegasta afmælisdaginn hafi hann átt fyrir nokkrum árum. „Þá smellti ég saman í blúsband sem hélt tónleika á Rósenberg. Fullt af fólki mætti og þetta var alveg frábært,“ segir hann.

Danni er á fullu í tónlistinni nú sem endranær og sökum anna hefur hann lítið velt fyrir sér fimmtugsafmælinu. Hann rekur Tónlistarþróunarmiðstöðina, TÞM, þar sem ungt fólk spreytir sig á tónlistarsviðinu. Um þessar mundir standa yfir viðræður við borgina um að framlengja samning við TÞM. „Við viljum gera það svo við lendum ekki á götunni eftir eitt ár,“ segir Danni.

Auk starfsins hjá TÞM spilar hann í tveimur hljómsveitum, South Coast Killing Company og rokkbandinu Bulldozer. Sú fyrrnefnda vinnur að geisladiski sem kemur út í næsta mánuði. Þá vinnur Danni að tónlistarverkefni með Mike, bróður sínum. elva@mbl.is