Fyrirmynd? Hver er galdurinn á bak við óþrjótandi vinsældir fyrirsætunn-ar Kate Moss? Listfræðingar hyggjast komast að því í París í nóvember.
Fyrirmynd? Hver er galdurinn á bak við óþrjótandi vinsældir fyrirsætunn-ar Kate Moss? Listfræðingar hyggjast komast að því í París í nóvember.
BRESKA fyrirsætan Kate Moss er viðfang nýrrar sýningar sem opnuð verður í nóvember í franska listasafninu Musee des Arts Decoratifs í París.

BRESKA fyrirsætan Kate Moss er viðfang nýrrar sýningar sem opnuð verður í nóvember í franska listasafninu Musee des Arts Decoratifs í París. Að sögn safnstjórans, Bea-trice Salmon, verður goðsögn fyrirsætunnar afhjúpuð á sýningunni, meðal annars með þeim hætti að til verða kallaðir ýmsir sérfræðingar á sviði táknfræði og listfræði til að útskýra hvers vegna Kate Moss sé svo þekkt um víða veröld.

Að sögn upplýsingafulltrúa safnsins hefur fyrirsætan gefið sýningunni blessun sína og fallist á að aðstoða við hana eftir fremsta megni. Sú aðstoð mun að mestu leyti snúast um að Kate útvegi safninu ljósmyndir sem spanna tískuferil hennar, sér í lagi fyrri hluta þess ferils, en fyrirsætan var uppgötvuð aðeins 14 ára gömul.

En það eru ekki bara franskir listspekingar sem hafa áhuga á ásýnd og ímynd Kate Moss því um næstu helgi verður málverk, varalitað af Moss sjálfri, boðið upp. Reiknað er með að verkið seljist fyrir um 5–7 milljónir íslenskra króna. Á verkið sem var fyrr í eigu fyrrverandi kærasta Moss er ritað: Who needs blood when you've got lipstick? (Hver þarf blóð þegar maður á varalit?).