Carlos Tevez
Carlos Tevez
WEST Ham gæti þurft að greiða Sheffield United rúma 5 milljarða króna í bætur en sérstakur gerðardómur á vegum enska knattspyrnusambandsins kvað upp úrskurð sinn í gær í svoköllu Tevez-máli og dæmdi Sheffield United í vil.

WEST Ham gæti þurft að greiða Sheffield United rúma 5 milljarða króna í bætur en sérstakur gerðardómur á vegum enska knattspyrnusambandsins kvað upp úrskurð sinn í gær í svoköllu Tevez-máli og dæmdi Sheffield United í vil. Sheffield United höfðaði mál gegn West Ham eftir að staðfest hafði verið að West Ham braut reglur varðandi félagaskipti Argentínumannanna Carlosar Tevez og Javiers Mascherano. Forráðamenn Sheffield-liðsins kröfðust þess að fá bætur þar sem félagið varð af miklum tekjum vegna falls úr úrvalsdeildinni en West Ham náði að bjarga sér frá falli með því að leggja Manchester United í lokaumferð úrvalsdeildarinnar í maí 2007.

Sheffield United fór fram á 30 milljón punda skaðabætur, jafnvirði rúmlega 5 milljarða króna, og mun nýr gerðadómur ákveða bótaupphæðina en þess ber að geta að hvorki Eggert Magnússon né Björgólfur Guðmundsson voru eigendur West Ham þegar félagaskipti Argentínumannanna áttu sér stað. West Ham menn eru að íhuga næstu skref í málinu með sínum lögfræðingum og víst er að þessu máli er hvergi nærri lokið.