Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að börn naga neglur sínar, þær helstu og algengustu eru þó að barnið býr við spennu eða kvíða.

Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að börn naga neglur sínar, þær helstu og algengustu eru þó að barnið býr við spennu eða kvíða. Foreldrar sem vilja ráða bót á þessari hegðun barna sinna ættu að fara varlega að barninu og láta vera að skamma það fyrir athæfið. Foreldrar þurfa frekar að sýna biðlund og minnka streituvalda í umhverfi barnsins og sjá hvort barnið lætur ekki af því að naga neglur sínar. Ef barnið getur ekki hætt að naga neglurnar og hegðunin færist jafnvel í aukana (bíta í húð sína, naga fatnað, reyta hár eða sýna önnur kvíðaeinkenni) er fyllsta ástæða til þess að leita aðstoðar heimilislæknis eða barnasálfræðings eftir frekari úrræðum til hjálpar barninu.

dista@24stundir.is