Stóri grænmetisdagurinn „Við viljum hvetja börnin til að neyta grænmetis og ávaxta og dagurinn er liður í þeirri hvatningu,“ segir Erna Benediktsdóttir heimilisfræðikennari Háteigsskóla.
Stóri grænmetisdagurinn „Við viljum hvetja börnin til að neyta grænmetis og ávaxta og dagurinn er liður í þeirri hvatningu,“ segir Erna Benediktsdóttir heimilisfræðikennari Háteigsskóla. Stóri grænmetisdagurinn er í skólanum í dag, annað árið í röð. Fjórðubekkingar hafa unnið fræðsluefni og munu í dag fræða yngri nemendur um grænmetið. „Við erum í góðu samstarfi við foreldra og hvetjum til þess að börnin taki helst ekki með sér annað nesti en grænmeti og ávexti og það gera þau undantekningarlítið.“