Ísland er meðal þeirra þjóða sem búa við minnsta spillingu í stjórnsýslunni. Á árlegum lista óháðu stofnunarinnar Transparency International er Ísland nú í 7. sæti en var í 6. sæti á listanum í fyrra. Á listanum 2006 var Ísland í 1. sæti ásamt...

Ísland er meðal þeirra þjóða sem búa við minnsta spillingu í stjórnsýslunni. Á árlegum lista óháðu stofnunarinnar Transparency International er Ísland nú í 7. sæti en var í 6. sæti á listanum í fyrra. Á listanum 2006 var Ísland í 1. sæti ásamt Finnlandi. Mest er spillingin í Sómalíu, Mjanmar og Írak. Byggt er á svörum atvinnurekenda og sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðlegra stofnana.

ibs