HJÓL bandaríska hagkerfisins gætu hætt að snúast samþykki þingið ekki 700 milljarða dala björgunaráætlun fjármálaráðuneytisins, að sögn talsmanns ríkisstjórnarinnar.

HJÓL bandaríska hagkerfisins gætu hætt að snúast samþykki þingið ekki 700 milljarða dala björgunaráætlun fjármálaráðuneytisins, að sögn talsmanns ríkisstjórnarinnar. Í frétt Financial Times segir að markmið ríkisstjórnar George Bush sé í augnablikinu það að vinna á sitt band þingmenn repúblikana. Séu þeir ekki eru allir á því að verja eigi svo miklu af almannafé í að koma bönkum og fjármálafyrirtækjum til bjargar. Margir þingmenn demókrata vilja hins vegar að við lagafrumvarpið verði m.a. bætt ákvæðum um hámarkslaun stjórnenda fyrirtækja sem fái aðstoð ríkisins.

Ben Bernanke mælti fyrir áætluninni í bandaríska þinginu í gær og sagði markaði heimsins undir gríðarlegu álagi nú. Bætti hann við að aðgerða af hálfu þingsins væri þörf til að slá á spennuna og koma í veg fyrir að ástandið nú hefði mjög alvarleg áhrif á fjármálamarkaði og hagkerfi Bandaríkjanna.

Búist er við því að áætlun ríkisstjórnarinnar verði samþykkt í einhverri mynd í þessari viku.

bjarni@mbl.is