Í höfn Fram við Miðbakkann í gær, áður en lagt var af stað í langa ferð.
Í höfn Fram við Miðbakkann í gær, áður en lagt var af stað í langa ferð. — Morgunblaðið/Ómar
EKKERT varð af komu skemmtiferðaskipsins Crown Princess, sem átti að koma til Reykjavíkur í dag. Þykir mörgum það súrt í brotið, því Prinsessan hefði verið stærsta skip sem lagst hefur að bryggju hér.

EKKERT varð af komu skemmtiferðaskipsins Crown Princess, sem átti að koma til Reykjavíkur í dag. Þykir mörgum það súrt í brotið, því Prinsessan hefði verið stærsta skip sem lagst hefur að bryggju hér.

Að sögn Ágústs Ágústssonar markaðsstjóra Faxaflóahafna, er ástæðan sú að för skipsins hefur tafist vegna veðurs, en það er á leið til Nýfundnalands frá Evrópu, þar sem það hefur verið í siglingum í sumar, aðallega í Miðjarðarhafinu. Næstu tvo mánuði verður skipið í siglingum við Norður-Ameríku en fer að því búnu í Karíbahafið.

Skemmtiferðaskipið Fram lagði úr höfn í Reykjavík í gærkvöldi, og þar með lauk vertíð skemmtiferðaskipanna hér í sumar. Fram er gert út frá Noregi og er á leið í 67 daga ferð til Suðurskautslandsins. Farþegarnir, 280 að tölu, komu hingað í gær flugleiðis. Í fyrra komst Fram í fréttirnar, þegar vélarbilun olli því að skipið rakst á ísjaka við Suðurskautið. sisi@mbl.is

Í hnotskurn
» Crown Princess er tæplega 114 þúsund tonn og tekur 3000 farþega.
» Prinsessan er fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins, sem hefur afboðað komu sína hingað.