Michel Houellebecq
Michel Houellebecq
TVEIR af risum franskra bókmennta, rithöfundurinn Michel Houellebecq og heimspekingurinn Bernard-Henri Levy, munu leiða saman hesta sína í bókinni Ennemis Publics , sem gefin verður út í Frakklandi 8. október n.k.

TVEIR af risum franskra bókmennta, rithöfundurinn Michel Houellebecq og heimspekingurinn Bernard-Henri Levy, munu leiða saman hesta sína í bókinni Ennemis Publics , sem gefin verður út í Frakklandi 8. október n.k. Ekki þó svo að skilja að þeir hafi ritað bókina í sameiningu heldur geymir bókin bréf sem þeir sendu hvor öðrum og þá heldur meinyrt.

Auglýsingaherferð hefur heldur betur vakið forvitni manna í Frakklandi, útfgefandinn Flammarion lét það frá sér í júní sl. að prenta ætti 150 þúsund eintök af bók sem væri enn mikið leyndarmál, en í henni tveir höfundar. Bóksalar bitu á agnið og pöntuðu 100 þúsund eintök í heildina, án þess að vita hvaða höfundar væru á ferð.

Bókin verður 336 blaðsíður að lengd og munu bréfin geyma heldur niðrandi ummæli um ýmsar þjóðkunnar persónur, m.a. úr bókmenntaheiminum og stjórnmálum. Þá skjóta þeir einnig hvor á annan, að sjálfsögðu. Houellebecq er umdeildur mjög, sumum þykir hann snillingur og öðrum loddari. Engu að síður er hann afar vinsæll höfundur. Í einu bréfanna segir hann Levy að hann öfundi ekki fólk sem geti stundað kynlíf allsgáð og það geti hann ekki sjálfur. Levy segir í einu bréfa sinna m.a. að hann geti gefið allar mögulegar skýringar á verkum sínum en það muni aðeins koma niður á orðstír hans sem „smáborgarasvíni“ sem beri ekkert skynbragð á það sem sé að gerast í samfélaginu. Ljóst að bókin verður krassandi. helgisnaer@mbl.is