Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir að veiking krónunnar undanfarið muni að litlum hluta skila sér í hækkun verðlags. Hún telur krónuna of veika nú og að gengið muni leiðréttast fyrir áramót.

Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir að veiking krónunnar undanfarið muni að litlum hluta skila sér í hækkun verðlags. Hún telur krónuna of veika nú og að gengið muni leiðréttast fyrir áramót. Verðbólga muni mælast 6% næstu tólf mánuði og verði 5% frá upphafi til loka næsta árs.

Þetta kom fram á fundi Landsbankans á Nordica í gær um nýja hagspá greiningardeildar til ársins 2012.

Lúðvík Elíasson hagfræðingur sagði að óðaverðbólga væri líklegust til að spilla hagkerfum og að einstaklingar tækju rangar ákvarðanir við slíkar aðstæður. Hann sagði að íslenskt efnahagslíf væri að fara úr þensluskeiði í eðlilegt ástand. Við þessar aðstæður myndi það gera illt verra ef hið opinbera færi í óarðbærar fjárfestingar til að sporna við þessari þróun. Mikilvægt væri að ríkið gengi ekki á eignir heldur héldi sterkri stöðu sinni. Það myndi styrkja grunnstoðir hagkerfisins. bg