List eða sjónmengun? Skiptar skoðanir eru á svokölluðu veggjakroti.
List eða sjónmengun? Skiptar skoðanir eru á svokölluðu veggjakroti. — Samsett mynd
Pallborðsumræður um veggjakrot fara fram þann 2. október á Fríkirkjuvegi 1 klukkan 16, í tilefni af sýningu myndarinnar Bomb it: The Global Graffiti Documentary, á RIFF-kvikmyndahátíðinni.

Pallborðsumræður um veggjakrot fara fram þann 2. október á Fríkirkjuvegi 1 klukkan 16, í tilefni af sýningu myndarinnar Bomb it: The Global Graffiti Documentary, á RIFF-kvikmyndahátíðinni. Meðal þátttakenda er miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon, sem hefur þurft að standa í ströngu vegna aukins veggjakrots í miðbænum, nú eða veggjalistar, en hverjum þykir sinn fugl fagur í þeim efnum.

Vill halda öllum góðum

„Þetta leggst bara vel í mig. Ég hef reynt að ná sátt í þessum málum milli íbúa miðborgarinnar og þessa sjálfboðaliða myndlistarinnar,“ segir Jakob kíminn og bætir við: „Þetta eru ólíkir hópar sem ekki má setja undir einn hatt. Það eru vegglistamenn, graffitimenn og taggarar. Ég ber mikla virðingu fyrir listamönnum sem vilja fegra og göfga sitt nánasta umhverfi og hef heilmikinn skilning gagnvart prökkurum ýmiss konar,“ segir Jakob að lokum.

traustis@24stundir.is