Á laugardaginn kemur kl. 13 stendur Skíðagöngufélagið Ullur fyrir hjólaskíðamóti í Reykjavík og verður þátttaka öllum opin. Keppnin fer fram í Fossvoginum og er rásmarkið vestan við íþróttasvæði Víkings.
Á laugardaginn kemur kl. 13 stendur Skíðagöngufélagið Ullur fyrir hjólaskíðamóti í Reykjavík og verður þátttaka öllum opin. Keppnin fer fram í Fossvoginum og er rásmarkið vestan við íþróttasvæði Víkings. Keppnisleiðin er um 10 kílómetrar á rúmlega 3 kílómetra hringleið. Keppt verður bæði í karla- og kvennaflokki og verða veitt verðlaun fyrir 1.-3. sæti.