SMÁVÆGILEGUR samdráttur varð í þjónustu- og framleiðslugeirunum í Evrópusambandinu í september, fjórða mánuðinn í röð. Segir í frétt Financial Times að tölurnar bendi sterklega til þess að hagkerfi ESB hafi staðnað, en sé ekki í kreppu .

SMÁVÆGILEGUR samdráttur varð í þjónustu- og framleiðslugeirunum í Evrópusambandinu í september, fjórða mánuðinn í röð. Segir í frétt Financial Times að tölurnar bendi sterklega til þess að hagkerfi ESB hafi staðnað, en sé ekki í kreppu . Innkaupastjóravísitalan er byggð á upplýsingum frá um 5. 000 fyrirtækjum. Sé hún yfir 50 stigum hefur vöxtur verið á svæðinu, en samdráttur sé vísitalan undir 50. Í september var vísitalan 48,2 stig, samanborið við 48,5 stig í ágúst. bjarni@mbl.is