Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson.
BIRGIR Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, sem hefur glímt við meiðsli í mjóbaki, öxl og hálsi síðustu mánuði, er allur að koma til og hann hefur tekið stefnuna á að vera með á móti í Ástralíu í lok nóvember.

BIRGIR Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, sem hefur glímt við meiðsli í mjóbaki, öxl og hálsi síðustu mánuði, er allur að koma til og hann hefur tekið stefnuna á að vera með á móti í Ástralíu í lok nóvember. Birgir Leifur hefur ekkert keppt síðan í maí en hann varð þá að hætta leik á Evrópumótaröðinni. Hann segist vonast til að halda keppnisréttinum í mótaröðinni.

,,Það er svo sem ekkert komið alveg endanlega á hreint varðandi Evrópumótaröðina en ég er búinn að vera í góðu sambandi við þá sem þar ráða. Þeir vilja fá allar skýrslur frá læknum og hafa verið í sambandi við þá,“ sagði Birgir Leifur í samtali við Morgunblaðið en hann æfir þessa dagana í Lúxemborg þar sem hann er búsettur. | Íþróttir