— Morgunblaðið/Ómar
LÖGMENN stóru olíufélaganna þriggja óskuðu í gærmorgun eftir að fram færi yfirmat í máli sem Rio Tinto Alcan hefur höfðað gegn félögunum vegna ólöglegs samráðs félaganna á árunum 1993-2001.

LÖGMENN stóru olíufélaganna þriggja óskuðu í gærmorgun eftir að fram færi yfirmat í máli sem Rio Tinto Alcan hefur höfðað gegn félögunum vegna ólöglegs samráðs félaganna á árunum 1993-2001.

Að mati álfyrirtækisins varð það fyrir tjóni upp á um 250 milljónir vegna samráðsins.

Lögmenn olíufélaganna telja að tilteknar forsendur í matsgerð sem Rio Tinto Alcan lagði fram stangist á við staðreyndir í málinu. Að sögn Gests Jónssonar hrl., lögmanns Skeljungs, snýst ágreiningurinn um að í mati álfyrirtækisins sé byggt á samanburði á stórnotendamarkaði í Alaska en félögin telja að þær forsendur sem unnið var út frá séu ekki réttar fyrir Ísland.

Í dag verður tekið fyrir mál útgerðarfélagsins Dala-Rafns í Vestmannaeyjum gegn olíufélögunum þremur vegna samráðsins.

runarp@mbl.is