Tónskáldið Hugsað til Davíðs?
Tónskáldið Hugsað til Davíðs?
Viðtal Evu Maríu Jónsdóttur við tónskáldið Atla Heimi Sveinsson í Sjónvarpinu var himneskt – eins og Kvæðið um fuglana. Eins og vænta mátti barst skáldið frá Fagraskógi í tal.

Viðtal Evu Maríu Jónsdóttur við tónskáldið Atla Heimi Sveinsson í Sjónvarpinu var himneskt – eins og Kvæðið um fuglana.

Eins og vænta mátti barst skáldið frá Fagraskógi í tal. Þá hallaði Atli Heimir sér aftur í stólnum og brosti, þó í hálfgerðri varnarstöðu, og sagði að sér fyndist Davíð ofmetinn.

Og hann varð að taka því, þegar Eva María spurði hann um Kvæðið um fuglana eftir Davíð, kannski lagið sem Atli Heimir er kunnastur fyrir. Ekki gat hann neitað því að fyrsta hendingin væri falleg og hann sagði að ein slík hending í kvæði væri nóg til að lyfta því.

Ég hef oft heyrt þessa kenningu, að fyrsta hendingin haldi kvæðinu uppi, og var jafnvel farinn að trúa því sjálfur.

Auðvitað stenst það ekki skoðun, kvæðið sem allir kunna, ungir sem aldnir. Þar verður fyrir manni afstrakt hugsun. Og það er ljóðrænt, hástemmt og fallegt – svo fallegt að það lærist í einni andrá.

Og orð Adornos sannast, sem Atli Heimir vitnaði til, að maður fær ekki varist því að brosa út í annað þegar einn tónn hljómar. Leikur og sakleysi í orðunum:

„Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf.“

Pétur Blöndal

Höf.: Pétur Blöndal