Gísli Tryggvason
Gísli Tryggvason
TALSMAÐUR neytenda hefur sent fyrirtækinu Pix-myndum tilmæli um að láta strax af neikvæðri samningsgerð sem felst í því að líta á þögn sem samþykki. Á heimasíðu talsmanns neytenda segir að Pix-myndir hafi lengi selt skólamyndir til foreldra skólabarna.

TALSMAÐUR neytenda hefur sent fyrirtækinu Pix-myndum tilmæli um að láta strax af neikvæðri samningsgerð sem felst í því að líta á þögn sem samþykki.

Á heimasíðu talsmanns neytenda segir að Pix-myndir hafi lengi selt skólamyndir til foreldra skólabarna. Margar kvartanir hafa borist frá þeim sem ekki óskuðu eftir myndunum, og eru ósáttir við að þurfa að afpanta myndir sérstaklega – og jafnvel þurft að senda þær til baka eftir að ekki var brugðist við afpöntunum.