Ólafur Ragnar Grímsson
Ólafur Ragnar Grímsson
ÁRANGUR smáríkja á veraldarvísu, þróun mannauðs og nýting hreinnar orku var efni fyrirlesturs Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem hann flutti á mánudag í Columbia-háskólanum í New York.

ÁRANGUR smáríkja á veraldarvísu, þróun mannauðs og nýting hreinnar orku var efni fyrirlesturs Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem hann flutti á mánudag í Columbia-háskólanum í New York. Fyrirlesturinn bar heitið „Tilraunastöðin Ísland“ og var haldinn á vegum svonefnds World Leadership Forum.

Í fyrirlestrinum lýsti forseti breytingum á heimsmyndinni sem orðið hafa á síðustu áratugum, ræddi fjölgun smáríkja og hvernig þau hafa haft forystu um nýjungar á ýmsum sviðum. Þá lýsti forseti árangri Íslendinga við nýtingu hreinnar orku og hvernig þjóðin hefði losað sig æ meira frá innflutningi á olíu.

Á mánudag fundaði forseti jafnframt með rektor Columbia-háskóla. Þá var einnig undirritaður samningur milli Háskólans í Reykjavík og Columbia-háskólans. Hann felur m.a. í sér nemendaskipti milli skólanna, ráðgjöf frá sérfræðingum Teachers College og þjálfun fyrir kennara. elva@mbl.is