Ómar R. Valdimarsson | 23. sept. Verður Kaupþing Sharia-banki?

Ómar R. Valdimarsson | 23. sept.

Verður Kaupþing Sharia-banki?

Nú þegar þriðji stærsti hluthafi Kaupþings kemur frá Qatar velti ég því fyrir mér – og líklega fleiri viðskiptavinir bankans – hvort bankinn muni ekki örugglega verða Sharia-banki. Það væri ansi jákvætt fyrir íslenska viðskiptavini bankans.

Fyrir þá sem þekkja ekki til Sharia-banka og hvernig þeir starfa get ég miðla til þeirra af minni takmörkuðu visku: Samkvæmt lögum islam er bannað að rukka vexti. Fyrir vaxtapínda Íslendinga hljómar það líklega ansi vel. Að sjálfsögðu hafa Sharia-bankar þó fundið sér leið í kringum þetta.

Í Bretlandi t.d. bjóða Sharia-bankar íbúðarkaupendum upp á að breyta þeim fasteignum, sem þeir hafa áhuga á að kaupa, í hlutafélög. Viðkomandi kaupandi skuldbindur sig síðan til þess að kaupa hlutabréf í viðkomandi hlutfélagi – í íbúðinni sinni – á fyrirfram ákveðnu gengi næstu 25 ár. Að 25 árum liðnum á síðan íbúðarkaupandi hlutafélagið skuldlaust. omarr.blog.is