Kominn út Aiken ásamt „bangsanum“ Ruben Studdard sem sigraði í American Idol árið 2003.
Kominn út Aiken ásamt „bangsanum“ Ruben Studdard sem sigraði í American Idol árið 2003. — Reuters
BANDARÍSKI söngvarinn Clay Aiken er kominn út úr skápnum. Á forsíðu nýjasta tölublaðs People-tímaritsins er mynd af Aiken þar sem hann heldur á nýfæddum syni sínum, Parker Foster Aiken, undir fyrirsögninni: „Já, ég er hýr.

BANDARÍSKI söngvarinn Clay Aiken er kominn út úr skápnum. Á forsíðu nýjasta tölublaðs People-tímaritsins er mynd af Aiken þar sem hann heldur á nýfæddum syni sínum, Parker Foster Aiken, undir fyrirsögninni: „Já, ég er hýr.“ Á forsíðunni er einnig haft eftir Aiken að hann geti ekki hugsað sér að ala barn upp við lygar eða reyna að fela sannleikann fyrir því.

Sonurinn kom til með tæknifrjóvgun en það var vinkona Aiken, tónlistarframleiðandinn Jaymes Foster, sem ól hann. Aiken ákvað í kjölfar fæðingar sonarins að koma út úr skápnum. Fjölmiðlar vestanhafs höfðu enda mikið velt fyrir sér kynhneigð Aiken. Hann greindi fjölskyldu sinni frá samkynhneigðinni fyrir fjórum árum síðan.

Clay Aiken vann sér það til frægðar að lenda í öðru sæti í American Idol keppninni árið 2003.