Mynd Francis Ford Coppola, Guðfaðirinn, var valin besta mynd allra tíma samkvæmt netkönnun á vegum Empire-kvikmyndatímaritsins á dögunum. Samtals kusu 10.000 manns á netinu, auk 150 Hollywood-leikstjóra og 50 kvikmyndagagnrýnenda.

Mynd Francis Ford Coppola, Guðfaðirinn, var valin besta mynd allra tíma samkvæmt netkönnun á vegum Empire-kvikmyndatímaritsins á dögunum. Samtals kusu 10.000 manns á netinu, auk 150 Hollywood-leikstjóra og 50 kvikmyndagagnrýnenda. Í öðru sæti lenti Indiana Jones-myndin Raiders Of The Lost Arc og í þriðja sæti kom Star Wars-myndin The Empire Strikes Back.

í fjórða sæti kom fangelsismyndin The Shawshank Redemption og í fimmta sæti lenti hákarlahasarmyndin Jaws.

Aðrar myndir á topp 10 voru

GoodFellas, Apocalypse Now, Pulp Fiction, Fight Club og Singin´ in the Rain. Tvær Bond-myndir, Casino Royale og Goldfinger, komust á topp 500. tsk