— Morgunblaðið/G.Rúnar
SKAUTAFÉLAG Reykjavíkur vann allöruggan sigur á Birninum, 7:3, í fyrstu viðureign Reykjavíkurfélaganna á Íslandsmóti karla í íshokkí í gærkvöld þegar liðin mættust í Skautahöllinni í Laugardal.

SKAUTAFÉLAG Reykjavíkur vann allöruggan sigur á Birninum, 7:3, í fyrstu viðureign Reykjavíkurfélaganna á Íslandsmóti karla í íshokkí í gærkvöld þegar liðin mættust í Skautahöllinni í Laugardal. Þetta var annar leikur mótsins en Bjarnarmenn höfðu áður farið til Akureyrar og beðið þar lægri hlut gegn SA, 4:2.

SR náði öruggri forystu í fyrsta leikhluta, 3:0, en Björninn lagaði stöðuna í öðrum hluta, 3:1. Í þeim þriðja og síðasta skoruðu SR-menn fjórum sinnum, manni fleiri, og tryggðu sér sigurinn.

Daniel Kolar, Egill Þormóðsson og Steinar Páll Veigarsson gerðu 2 mörk hver fyrir SR og Guðmundur Björgvinsson eitt, og þá átti Daniel þrjár stoðsendingar og Egill tvær. Það var Birgir Hansen sem skoraði öll þrjú mörk Bjarnarins. vs@mbl.is