LANDSFUNDUR Jafnréttisnefndar sveitarfélaga fór fram dagana 18.-19. september sl. í Mosfellsbæ. Fundurinn tókst mjög vel og voru fundargestir á fimmta tug. Á fundinum var Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum kynntur.

LANDSFUNDUR Jafnréttisnefndar sveitarfélaga fór fram dagana 18.-19. september sl. í Mosfellsbæ. Fundurinn tókst mjög vel og voru fundargestir á fimmta tug.

Á fundinum var Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum kynntur. Ásamt því voru samþykktar ályktanir um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum og stjórnum fyrirtækja og jafnrétti í skólum auk þess sem fundurinn lýsti yfir áhyggjum af auknum launamun kynjanna.