Hækkun Dropinn er dýrari en áður.
Hækkun Dropinn er dýrari en áður. — Morgunblaðið/Jim Smart
ÖLL olíufélögin hækkuðu eldsneytisverðið í gær. Skeljungur og N1 riðu á vaðið og hin félögin fylgdu í kjölfarið. Algengt verð eftir þessa hækkun er 169,70 krónur bensínlítrinn í sjálfsafgreiðslu og 187,80 krónur dísilolíulítrinn.

ÖLL olíufélögin hækkuðu eldsneytisverðið í gær. Skeljungur og N1 riðu á vaðið og hin félögin fylgdu í kjölfarið.

Algengt verð eftir þessa hækkun er 169,70 krónur bensínlítrinn í sjálfsafgreiðslu og 187,80 krónur dísilolíulítrinn. Lægst er verðið hjá Orkunni, eða 168 krónur lítrinn af bensíni og 185 krónur lítrinn af dísilolíu.

Í tilkynningu frá N1 segir, að þar hafi eldsneytisverði ekki verið breytt síðustu 30 daga þrátt fyrir gríðarlegan óróa á gjaldeyrismörkuðum og olíumörkuðum. Segir N1 að horfur á olíumörkuðum og gjaldeyrismörkuðum séu neikvæðar til skemmri tíma litið og því sé ekki hægt að komast hjá verðhækkun á þessum tímapunkti.