BJÖRGVIN Sigurbergsson úr Keili og Heiðar Davíð Bragason úr GR hefja leik í dag á úrtökumóti fyrir heimsmeistaramótið í tvímenningi.
BJÖRGVIN Sigurbergsson úr Keili og Heiðar Davíð Bragason úr GR hefja leik í dag á úrtökumóti fyrir heimsmeistaramótið í tvímenningi. Mótið er á Sierra-golfvellinum sem er ekki langt frá Gdansk og hefja þeir félagar leik í dag í fjórleik, á morgun verður leikinn fjórmenningur, fjórleikur aftur á laugardaginn og endað á fjórmenningi á sunnudaginn. Þrjú efstu liðin tryggja sér keppnisrétt á Omega Mission Hills sem fram fer í Kína í lok nóvember. Þetta er í fyrsta sinn sem úrtökumót er í Evrópu fyrir HM í tvímenningi. skuli@mbl.is