FERÐAMENN um Öskju í Dyngjufjöll rak marga í rogastans um helgina þegar þeir ætluðu að baða sig í gígnum Víti en hitastig vatnsins er jafnan yfir 30 gráðum.

FERÐAMENN um Öskju í Dyngjufjöll rak marga í rogastans um helgina þegar þeir ætluðu að baða sig í gígnum Víti en hitastig vatnsins er jafnan yfir 30 gráðum. Var vatnið ískalt þegar fólkið ætlaði að drífa sig ofan í og höfðu sumir áhyggjur af því að eldstöðvarnar í Öskju væru kulnaðar.

Að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðfræðings hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, er orsök kalda vatnsins mun einfaldari.

Leirinn á svæðinu hleypti vatninu ekki í gegn

Fyrir helgina gerði mikið vatnsveður á hálendi landsins og sluppu Dyngjufjöll ekki við úrkomuna. Líklegast hefur rigningin flætt ofan í Víti og kælt það tímabundið en svæðið í kring er þakið leir sem hleypir vatni ekki auðveldlega í gegnum sig.

Regnið hefur því að mestu leyti runnið í vatnið. Magnús Tumi telur þó líklegt að hitastig vatnsins sé nú orðið eðlilegt. ylfa@mbl.is