Kristín Briem
Kristín Briem
*KRISTÍN Briem lauk nýlega doktorsprófi frá University of Delaware í Bandaríkjunum. Lokaverkefni hennar ber nafnið „Ganga og starfræn færni fólks með slitgigt í hné – áhrif hýalúrónsýru sprautumeðferðar í lið“.
*KRISTÍN Briem lauk nýlega doktorsprófi frá University of Delaware í Bandaríkjunum. Lokaverkefni hennar ber nafnið „Ganga og starfræn færni fólks með slitgigt í hné – áhrif hýalúrónsýru sprautumeðferðar í lið“. Leiðbeinandi hennar var dr. Lynn Snyder-Mackler, yfirmaður Biomechanics and Movement Science Program við háskólann. Dr. Briem lauk áður BSc-gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands, MHSc-gráðu frá Univ. of St. Augustine, og hefur starfað sem sjúkraþjálfari bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum.

Hún tók nýlega við stöðu lektors við sjúkraþjálfunarskor læknadeildar Háskóla Íslands og mun þar annast kennslu og rannsóknir á sínu sviði.

Kristín Briem er dóttir hjónanna Eddu Jónsdóttur Briem og Ólafs Briem (látinn). Hún er gift Birni Malmquist , fréttamanni á Ríkissjónvarpinu, og eiga þau tvö börn.