HLUTFALL tekna ríkissjóðs í löndum OECD af tekjuskatti einstaklinga hefur almennt minnkað á umliðnum árum nema á Íslandi og í Frakklandi þar sem þessar tekjur hafa aukist umtalsvert.

HLUTFALL tekna ríkissjóðs í löndum OECD af tekjuskatti einstaklinga hefur almennt minnkað á umliðnum árum nema á Íslandi og í Frakklandi þar sem þessar tekjur hafa aukist umtalsvert. Frá 1985 hefur tekjuskattur einstaklinga að meðaltali aukist hér um 11 prósentustig, þvert á þróunina í flestum OECD-löndum. Þetta má lesa úr rannsóknarritgerð OECD um samband skattlagningar og hagvaxtar.

Niðurstöðurnar eru einnig mjög jákvæðar fyrir Ísland en í ljós kemur að mismunur milli landa í skattlagningu einstaklinga virðist hafa minni neikvæð áhrif á vöxt landsframleiðslu en mismunur í skattlagningu fyrirtækja. „Tekjuskattur fyrirtækja er 15% hér á landi á móti 28% meðaltali OECD-ríkja. Einungis Ungverjaland og Írland eru með lægri tekjuskatt fyrirtækja en Ísland. Almennt séð hefur tekjuskattsprósenta á fyrirtæki lækkað í OECD-ríkjum frá árinu 2000 en í nokkrum tilvikum er hún sú sama,“ segir í umfjöllun fjármálaráðuneytisins.