,,ÞETTA var hrikalega þungt hjá okkur.

,,ÞETTA var hrikalega þungt hjá okkur. FH-ingarnir þurftu að vinna og þeir mættu mjög grimmir, skoruðu snemma leiks og eftir það má segja það hafi verið á brattann að sækja hjá okkur,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, Blikinn efnilegi, við Morgunblaðið eftir ósigurinn gegn FH-ingum. Jóhann fékk gott færi til að laga stöðuna í seinni hálfleik en Gunnar Sigurðsson markvörður FH varði vítaspyrnu hans.

,,Eftir tapið á móti KR í undanúrslitum bikarkeppninnar hefur botninn dottið niður í leik okkar og það er svekkjandi því við vorum um tíma í góðri stöðu í deildinni,“ sagði Jóhann en þetta var þriðji tapleikur Blika í röð.

Spurður út í meistarabaráttu FH og Keflavíkur sagði Jóhann Berg; ,,Keflavík verður meistari því ég er nokkuð viss um að liðið vinni Fram á heimavelli sínum í lokaumferðinni. Að mínu mati hefur Keflavík verið miklu betra en FH í sumar og verðskuldar Íslandsmeistaratitilinn. gummih@mbl.is