25. september 1958 Fyrsti breski togarinn var tekinn innan nýju 12 mílna landhelginnar. Það voru varðskipin Óðinn og María Júlía sem tóku togarann Paynter en slepptu honum síðan, samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðherra. 25.

25. september 1958

Fyrsti breski togarinn var tekinn innan nýju 12 mílna landhelginnar. Það voru varðskipin Óðinn og María Júlía sem tóku togarann Paynter en slepptu honum síðan, samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðherra.

25. september 2000

Vala Flosadóttir, 22 ára, vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Sydney með því að stökkva 4,50 metra í stangarstökki. „Þetta var hreinlega yndislegt,“ sagði Vala í samtali við Morgunblaðið.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson