Katrín Elvarsdóttir
Katrín Elvarsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
KATRÍN Elvarsdóttir og Einar Falur Ingólfsson hafa verið tilnefnd til hinna virtu ljósmyndaraverðlauna Deutsche Börse Photography Prize, fyrir 2009. Katrín er tilnefnd fyrir sýninguna Margsaga , sem stendur nú yfir í Galleríi Ágúst að Baldursgötu 12.

KATRÍN Elvarsdóttir og Einar Falur Ingólfsson hafa verið tilnefnd til hinna virtu ljósmyndaraverðlauna Deutsche Börse Photography Prize, fyrir 2009. Katrín er tilnefnd fyrir sýninguna Margsaga , sem stendur nú yfir í Galleríi Ágúst að Baldursgötu 12. Í tilefni af tilnefningunni hefur verið ákveðið að framlengja sýningu Katrínar til 14. október.

Einar Falur er tilnefndur fyrir sýninguna Staðir – Úr dagbók 1988 – 2008 , sem var í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í vor.

Deutsche Börse Photography Prize eru veitt fyrir framúrskarandi framlag til samtímaljósmyndunar á árinu. Tilnefning til verðlaunanna er í höndum alþjóðlegs faghóps. Dómnefnd velur síðan fjóra úr hópi hinna tilnefndu og er sýning á verkum þeirra sett upp í Photographers' Gallery í London. Fyrstu verðlaun nema rúmlega fimm milljónum króna.

Þeir sem hafa unnið til verðlaunanna síðustu ár eru Esko Männikkö, Walid Raad, Robert Adams og Luc Delahaye.