Iðnaðarráðherra hefur staðfest samþykkt stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um hækkun á heitavatnsgjaldi. Gjaldskráin hækkar um 9,7% og mega íbúar á veitusvæði OR reikna með að hitareikningur meðalíbúðarinnar hækki um 300 krónur á mánuði frá 1. október.

Iðnaðarráðherra hefur staðfest samþykkt stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um hækkun á heitavatnsgjaldi. Gjaldskráin hækkar um 9,7% og mega íbúar á veitusvæði OR reikna með að hitareikningur meðalíbúðarinnar hækki um 300 krónur á mánuði frá 1. október.

Virkjanir á Hellisheiði

Hækkun kostnaðar og fjárfesting í nýrri hitaveitu frá Hellisheiði eru ástæður hækkunarinnar.

Stjórn OR ákvað á fundi sínum á föstudag að hækka verðið á hverjum rúmmetra af heitu vatni úr 65,23 kr. í 71,56 kr. án virðisaukaskatts. Iðnaðarráðuneytið hefur nú staðfest breytinguna, segir í tilkynningu frá OR. Þar segir jafnframt að gjaldskrárbreytingin sé sú fyrsta frá því OR lækkaði verð á heitu vatni 2005.

Hækkar vísitölu neysluverðs

Á síðustu 10 árum hefur vægi húshitunar í vísitölu neysluverðs lækkað úr 2,5% árið 1995 í 1,0% árið 2008. Að teknu tilliti til þess og að OR þjónar um tveimur þriðju hlutum landsmanna eru áhrif 9,7% hækkunar á neysluvísitölu 0,07%.

mbl.is