1. Slakar axlir Mikilvægt er að hafa axlir slakar og halda handleggjum að líkamanum. Þegar stigið er fram í hægri fót kemur vinstri handleggur samhliða fram. Þungi er færður á handlegg þegar stigið er fram.
1. Slakar axlir Mikilvægt er að hafa axlir slakar og halda handleggjum að líkamanum. Þegar stigið er fram í hægri fót kemur vinstri handleggur samhliða fram. Þungi er færður á handlegg þegar stigið er fram. — 24stundir/Ómar
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Stafganga hentar jafnt ungum sem öldnum, hjartasjúklingum sem keppnisfólki. Ganga er eðlileg hreyfing og góð aðferð til að styrkja líkamann og losna við aukakíló.

Stafganga hentar jafnt ungum sem öldnum, hjartasjúklingum sem keppnisfólki. Ganga er eðlileg hreyfing og góð aðferð til að styrkja líkamann og losna við aukakíló. Rannsóknir hafa leitt í ljós að brennslan getur verið 20 prósent meiri en í venjulegri göngu og stafganga styrkir líkamann 40 prósent meira en venjuleg ganga.

Góð fyrir hjartað

Stafganga þjálfar alla stærstu vöðva líkamans og fyrst og fremst þann allra mikilvægasta: Hjartað. Með því að nota stafi við gönguna virkjast vöðvar efri hluta líkamans meira en í venjulegri göngu og það losnar um spennu í efri hluta líkamans s.s í hálsi og herðum. Ekkert aukaálag er á hné, ökkla eða hrygg. Þú þjálfar liðina í að þola álag án þess að leggja of mikið á þá.

Hvernig á að ganga?

Jóna Hildur Bjarnadóttir, sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, kennir lesendum hvernig skal bera sig að:

*Hafa þarf í huga að hreyfingar líkamans eiga að vera eðlilegar og óhindraðar.

*Þegar stigið er fram í hægri fót kemur vinstri handleggur samhliða fram.

*Athugið að halda handleggjum að líkamanum.

*Þungi er færður yfir á handlegg með því að halla sér örlítið fram

*Sérstaklega er mikilvægt að einbeita sér að efri hluta líkamans.

*Axlir eiga að vera slakar og armarnir eiga að sveiflast óhindrað með líkamanum. Ef axlir eru stífar þá er enginn ávinningur af hreyfingunni.

*Í aftursveiflu armsins opnast lófinn alveg í lok hennar.

dista@24stundir.is